Námskeiðsgjald ef þú átt bók nú þegar


Venjulegt verð 6.900 kr

Vilt þú gefa hámarks árangur árið 2018 með betra skipulagi, skýrarmarkmiðasetningu og   meiri hamingju? 


Munum dagbókin er hönnuð til að hámarka líkur á árangri með því að auðvelda   markmiðasetningu, tímastjórnun, hvetja til framkvæmda og eflajákvæða hugsun. Með því að hámarka tímann þinn með betra skipulagi,setja þér skýr markmið og hafa yfirsýn með   verkefnum má hámarka líkur ágóðum árangri. 

Hefðbundinn námskeið  er um 3 klst. og fjallar um mikilvægi markmiðasetningar og hvernig hámarka má líkur á að ná markmiðum sínum. Að auki er fjallað um jákvæða sálfræði en rannsóknir hafa ítrekað sýnt að með því að efla jákvæða hugsun má auka vellíðan og lífshamingju. Markmiðið með námskeiðinu er að  vekja athygli á mikilvægi þess að hafa framtíðarsýn, eiga sér drauma og setja sér markmið, bæði persónuleg og vinnutengd og stefnan er að senda alla  heim með bros á vör og innblástur inn í nýja árið. Hver og einn fyllir leysir verkefni og fyllir inn í bókina sína og lærir hvernig megi nota MUNUM dagbókina sem ákveðið verkfæri í persónulegum vexti , bættri tímastjórnun og betra skipulagi.