Afhverju að setja sér markmið?

Afhverju að setja sér markmið?

Það skiptir máli að hafa markmið

Rannsóknir hafa ítrekað sýnt það að fólk sem setur sér skýr markmið nær meiri árangri í lífinu. Staðreyndir er þó sú að alltof margir setja sér ekki skýr markmið og of mörg markmið renna í sandinn. Ásæðta þess er ekki endielga sú að þau séu óraunhæf heldur er fólk oft að gera ýmis grundvallar mistök í sinni markmiðasetningu. Það eru eflaust margir sem kannast jafnvel við það að setja sér sama áramótaheitið ár eftir ár og raunar sýna rannsóknir fram á að flest áramótaheit klikka áður en janúar líður undir lok.

Þess vegna er mikilvægt að fylgja ákveðnum skrefum í markmiðasetningu til þess að auka líkur á árangri.

Bucket listi

Áður en við byrjum að skrifa niður markmið okkar getur verið gott að  gefa sér góðan tíma, hugsa um það hvað það er sem maður virkilega vill gera í lífinu, áfangar sem maður vill ná og hlutir sem manni langar að framkvæma. Til dæmis getur verið góð leið að byrja að skrifa svona “Bucket lista” sem inniheldur 100 atriði sem manni langar að upplifa og framkvæma yfir ævina. Í amstri dagsins gefum við okkur sjaldan rými til þess að hugsa á þennan hátt og margir eru sífellt að fresta draumum sínum þar til hið fullkomna augnablik kemur, en svo bara kemur það ekki og þess vegna verðum við að búa það til. Þegar við erum komin með svona lista þá höfum við góðan leiðarvísi sem við getum síðan unnið áfram með og byrjað að forgangsraða og setja markmiðin upp í rétt skref.

 

Markmið þurfa að vera sértæk og nákvæm

Það fyrsta sem þarf að hafa í huga er að markmið séu sértæk og nákvæm. Til dæmis er markmiðið “ ég ætla að sinna vinum mínum betur” frekar óljóst markmið sem erfitt getur verið að framfylgja og árangursmæla. Hins vegar ef við tökum markmiðið lengra og gerum það mælanlegt og nákvæmt er mun auðveldara að fylgja því eftir. Til dæmis mætti umorða þetta markmið og segja “ Ég ætla að sinna vinum mínum betur með því að hringja allavega einu sinni í viku í vini mína, hitta þá a.m.k 2x í mánuði og bjóða vinum í mat 4 sinnum á árinu“ Þarna erum við komin með mun skýrara markmið sem auðveldara er að fylgja eftir.

 

Mikilvægt að hafa markmiðin skrifleg

Þegar við skrifum niður markmiðin okkar er líklegra að við náum þeim. Þau verða raunverulegri fyrir okkur og það verður einhver mögnuð tenging sem á sér stað þegar við skrifum markmið, hugsanir og drauma niður á blað. Það er ekki sama tenging sem á sér stað þegar við skrifum eitthvað inní tölvuna. Það sem við handskrifum festist betur í minni okkar og nær betur til okkar.

 

Mikilvægt er að búta markmið niður í smærri skref

Ef þú setur þér stór markmiðið getur verið gott að skipta því niður í nokkur minni markmið sem eru viðráðanlegri. Með þessu móti er líklegra að þú gefist ekki upp. Ef þú villt hlaupa maraþon næsta sumar getur markmið fyrir janúar mánuð t.d. verið að ná að hlaupa 10 kílómetra í febrúar 20 kílómetra í mars og svo koll af kolli.


Mikilvægt að fylgjast með árangri og endurskoða markmið

 

Ein ástæða þess að mörg markmið renna í sandinn er líklega sú að markmiðin eru of víðtæk og jafnvel óraunhæf. Einnig er líklegt að hluti af ástæðunni liggji í því að fólk er ekki að endurskoða markmiðin sín reglubundið og fylgjast með árangri. Markmiðin eru etv sett á áramótum en svo ekki skoðuð aftur fyrr en áramótin þar á eftir og því etv sumir sem eru sífellt að setja sér sömu áramótaheitin ár eftir ár. Við leggjum það til að vera með endurskoðun á sínum markmiðum amk ársfjórðungslega

 

Ekki gleyma að verðlauna þig þegar þú hefur náð settum markmiðum.

Og svo það sem er e.t.v það allra mikilvægasta er að muna eftir að verðlauna sjálfan sig fyrir góðan árangur. Við eigum það flest til að vilja alltaf ná aðeins lengra, gera aðeins meira og gleymum því þá ef til villa ð staldra við og kláppa okkur á bakið og njóta þess árangurs sem við höfum náð. Þannig getur verið sniðugt að ákveða fyrirfram hvernig við ætlum að verðlauna okkur þegar við náum markmiðum okkar. Þá erum við líka með ákveðna gulrót sem getur virkapð mjög hvetjandi í ferðalaginu sjálfu.

 

Back to blog